Hagsmunir fólksins eru ekki hjá núverandi stjórnvöldum.

Írski hagfræðingurinn David McWilliams skrifar í grein í Irish Independent í dag þar sem hann fjallar um Icesave-málið undir yfirskriftinni: „Ísland sýnir fram á mikilvægi þess að setja hagsmuni fólks ofar hagsmunum banka“.
Þetta er allt sem segja þarf, en hefur ekki verið haft að leiðarljósi hjá núverandi stjórnvöldum. Bankarnir, Bretar og Hollendingar ásamt ("Alþjóaðsamfélaginu", sem veit ekki um hvað málið snýst hjá Íslendingum), hafa verið í aðalhlutverki. Sýndarveruleikinn út á við hefur einkennt allt þetta samningaferli. Áfram ÍSLAND.


mbl.is Hagsmunir fólks settir ofar hagsmunum banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála.. Finnst þetta vera ein flottasta frétt sem komið hefur framm í fjölmiðlum undanfarna daga.. þetta er það sem við eigum að vera heyra og taka mark á!! Það erum við sem skiptum máli ekki pólitískar niðingar og hræðsluáróður stjórnvalda, bæði okkar( sem er reginn hneyksli) og þeirra sem við stöndum í deilum við.. Var líka flott kommentið frá Evu Jolie og prófessornum við Amsterdam háskóla.. þetta er fólkið sem við eigum að hlusta á.. Þegar við förum svo að kjósa að muna eftir því að líta á þá sem okkur þykir vænst um og spyrja okkur hvort það að leggja undir auðlindir okkar og þjóð að veði til þess eins að þóknast fólki útí heimi vegna hræðslu um að það geti gert okkur eitthvað sé þess virði.. fer að minna mig skuggalega mikið á það sem gerðist eftir árásirnar 2001 í New York.. hræðsluáróðurinn og panikið þar sem sú ríkistjórn notaði til að kúga fólk sitt og fá fram lagafrumvörp til þess eins að koma stríði á í skjóli valdagræðgi og vitleysu.. við látum ekki hræða okkur hér á sama veg... Stöndum saman Ísland... Þetta er ekki svona slæmt og þetta mun enda vel..

Herdís (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 00:13

2 identicon

Já loxins gerist eitthvað af viti!  Forseti vor stóð sig sem sönn hetja fyrir framan vargakjaft Bresku pressunnar...sömuleiðis fékk Steingrímur J  málið og talaði af festu á canal4....málstaður okkar hefur verið vanræktur herfilega af stjórnvöldum....og er til skammar!  Við þurfum svo að láta erlenda aðila segja okkur að þetta hótunnar verk Breta og hollendinga sé valdnýðsla.   svo koma gjammandi skoltar bæði vinsti-grænna og samfylkingar fram á ritvöllinn og segja að kosið verði um handónýta ríkistjórn   og forseta Íslands í komandi kostningu!  Hverskonar fólk er að vinna fyrir okkur þegnana þarna á hinu háa Alþyngi?

geiri (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 01:21

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Yfirgnæfandi þeirra sem tekið hafa þátt í netkosningum tveggja erlendra fjölmiðla styður málstað Íslendinga í Icesave-málinu. Um eða yfir 90% telja að Íslendingar eigi ekki að greiða hollenskum og breskum stjórnvöldum vegna Icesave-reikninganna.

EIns og AMX greindi frá í morgun er netkosning hjá breska dagblaðinu Guardian. Spurning blaðsins er einföld: Á að þvinga Íslendinga að greiða [Icesave]? Þegar þetta er skrifað hafa 89,5% þeirra sem tekið hafa þátt í kosningunni svarað neitandi. Ísland sé lítið land sem eigi að gefa tækifæri.

The Wall Street Journal er einnig með netkosningu. Þar er spurningin: Á Ísland að bæta tjón breskra sparifjáreigenda sem töpuðu fjármunum á Icesave-reikningum?

Nær 91% segja að Íslendingar eigi ekki að bæta sparifjáreigendum tjónið. Alls hafa liðlega 3.400 tekið þátt í kosningunni þegar þetta er skrifað.

Kosningin á Guardian

Kosning á The Wall Street Journal

Óskar Arnórsson, 7.1.2010 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jónas Hallsson

Höfundur

Jónas Hallsson
Jónas Hallsson
Er að vinna við daggæslu ungra barna ásamt Ingu Hönnu konunni minni. Var áður að starfa við löggæslu í um 39 ár. Hef skoðanir á hinum ýmsu málum, en þó mest fyrir sjálfan mig.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband