Færsluflokkur: Bloggar

Hvort er þatta gripdeild eða mistök?

Þegar stolið er í verslun, þá er brotið ekki full framið fyrr en farið er með varninginn út úr versluninni. Þá er ekki hægt að bera við mistökum. Gæti það ekki verið það sama í þessu tilfelli, þ.e. þegar farið er með bílinn út af lóðinni, þá er það full framið brot..Gasp
mbl.is Vörslusvipt fyrir mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagræðing á sannleikanum.

Það hefur viðgengist í allmörg ár að hagræða skráningu á málaflokkum lögreglunnar í Reykjavík, (eins og hún hét), nú Höfuðborgarsvæðisins, svo þeir liti betur út í ársskýrslum síðustu ára. Sem dæmi ef innbrot er framið í húsnæði, þá er það skráð sem húsbrot ef engu er stolið, en andlagið að baki verknaðinum er það sama og um innbrot sé að ræða. Þannig fækkaði skráðum innbrotum, þó svo að verkefnum fækkaði ekki. Þannig hefur verið hagrætt með fleiri málaflokka. Þessi verklagsregla var tekin upp áður en Stefán Eiríksson kom til sögunnar. Það er ekki hægt að fækka verkefnum lögreglu með breytingu á skráningu brotaflokka. Það er einungis verið að hagræða sannleikanum. Það er eins með grenndareftirlit í götum sem engin afbrot hafa verið framin í. Þar er ekki hægt að hafa neina mælistiku á fækkun brota.
mbl.is Staðlausir stafir lögreglustjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunir fólksins eru ekki hjá núverandi stjórnvöldum.

Írski hagfræðingurinn David McWilliams skrifar í grein í Irish Independent í dag þar sem hann fjallar um Icesave-málið undir yfirskriftinni: „Ísland sýnir fram á mikilvægi þess að setja hagsmuni fólks ofar hagsmunum banka“.
Þetta er allt sem segja þarf, en hefur ekki verið haft að leiðarljósi hjá núverandi stjórnvöldum. Bankarnir, Bretar og Hollendingar ásamt ("Alþjóaðsamfélaginu", sem veit ekki um hvað málið snýst hjá Íslendingum), hafa verið í aðalhlutverki. Sýndarveruleikinn út á við hefur einkennt allt þetta samningaferli. Áfram ÍSLAND.


mbl.is Hagsmunir fólks settir ofar hagsmunum banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með óreiðumennina...

Eru stjórnvöld ekki að reikna út skuldir óreiðu-útrásarmanna til þjóðarbúsins??? Hvað kemur út úr rannsókn sérstaks saksóknara? Hvað verður um þau auðæfi sem hann kann að finna hjá útrásarauðmönnum?? Endar sú rannsókn í blindgötu með tilheyrandi rannsóknarkostaði eða verður hún til að létta greiðslubyrði almennings? Mér finnst vanta alla aðgerðaráætlun til framtíðar litið. Ríkisstjórnin virðist synda á hundasundi í ólgusjó óreiðunnar og ná ekki að halda sér á floti vegna vöntun á skammsýni og eðlilegu rannsóknarhugviti..
mbl.is Meiri áhyggjur af yfirstandandi glímu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankasvindlin...

Nú virðist vera búið að reikna aftur og aftur skuldastöðu heimilanna og komast að stöðu þeirra í prósentu hlutföllum og finna út hverjum á að hjálpa og hverjum ekki.

Allt frá upphafi falli bankanna hef ég ekki heyrt neitt um það hvaða upphæðir gæti verið um að ræða sem verið er að eltast við á hælum auðmanna og þeirra sem "rændu bankana innan frá".  Nú býst ég við að ætlunin sé að ná þessum peningum til baka, en þá er spurningin þessi. Duga þeir peningar ekki til að stoppa upp í fjárlagagöt næstu ára??? Verður þá skattpíningin á skattgreiðendur ekki feld úr gildi?

Eflaust fara þeir peningar bara allir í kostnað við að ná þeim. Angry


mbl.is Greiðslubyrði 77% viðráðanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velferð borgarinnar

Við fall bankanna fengu 300 börn leikskólapláss s.l. haust, en það varð til þess að svigrúm varð hjá dagforeldrum til að taka við 300 börnum. Þess í stað fylgdi leikskólaráð því eftir að bjóða foreldrum val um að fá greiddan styrk kr.35000, eða fá daggæslu hjá dagforeldri fyrir barnið. Það er eðlilegt að foreldar hafi frekar valið styrkinn, (skattfrjálsan), og ráðstafa barninu í pössun hjá vandamönnum, eða einhverjum þeim sem væri til í að þiggja styrkinn og sleppa þannig við að greiða svokallað foreldragjald til dagforeldra, sem getur verið á bilinu frá 28.000 upp í 50.000, allt eftir hjúskaparstöðu hjá hverjum og einum og mismunandi gjaldtöku dagforeldra.  Það er hins vegar umhugsunarvert hvaða leiðir  borgaryfirvöld eru að fara með þessu fyrirkomulagi. Fyrir það fyrsta er þarna verið að ýta undir svarta atvinnustarfssemi og svo að gera umhverfi margra barna óöruggt, þar sem ekki er eftirlit með þeirri gæslu eins og dagforeldrar er gert að sæta.

Það munu vera 700 börn með þjónustustyrk í dag. Þau eru jafn mörg þeim sem eru í vistun hjá dagforeldrum. Eflaust eru margir nákomnir sem eru að gæta þeirra barna og er það vel. Það eru vandalaus margir sem taka við greiðslum, sem þá hafa engar tryggingar eða er gert að hafa allar öryggisreglur í lagi, og geta þar af leiðandi verið með eins mörg börn og þeir vilja. Það er hinsvegar rétt að benda á að þarna fara um 70 miljónir á ári í svarta atvinnustarfssemi, sem ættu að öllu eðlilegu að skila sé sem skatttekjur til samfélagsins.


mbl.is Dagmömmur óttast atvinnumissi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Jónas Hallsson

Höfundur

Jónas Hallsson
Jónas Hallsson
Er að vinna við daggæslu ungra barna ásamt Ingu Hönnu konunni minni. Var áður að starfa við löggæslu í um 39 ár. Hef skoðanir á hinum ýmsu málum, en þó mest fyrir sjálfan mig.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband